Við semjum fyrir hönd okkar félagsmanna við atvinnurekendur eða samtök atvinnurekenda. Í kjarasamningi eru ákvæði um laun, vinnutíma, yfirvinnu, orlof, veikindarétt, uppsagnarrétt ofl.
Lesa meira
Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á sjö orlofshús víðsvegar um landið til útleigu fyrir félagsfólk.
Hægt er að sækja um úthlutun á Orlofi að eigin vali í stað úthlutunar í orlofshús á sumartíma.
Einnig er hægt að kaupa ferðaávísanir, útilegu- og veiðikort með góðum afslætti.
Starfsmannafélag Kópavogs býður upp á fjölda styrkja, niðurgreiðslu námskeiða og tómstunda.
Þessi úrræði eru hugsuð til að styðja við bæði faglega og persónulega þróun félagsfólks.Markmiðið er að auka vellíðan, efla hæfni og skapa tækifæri til símenntunar og heilsueflingar.
Allt um styrki
Fræðsla er ein mikilvægasta stoð starfsemi stéttarfélaga og lykill að því að efla félagsfólk bæði í starfi og daglegu lífi. Með markvissri fræðslu geta félögin stutt félagsmenn sína í að þróa hæfni sína, auka þekkingu, efla sjálfstraust og bregðast við breyttum aðstæðum á vinnumarkaði.
Allt um fræðslu
Starfsmannafélag Kópavogs var stofnað 28. desember 1958.
Starfsmannafélagið (SfK) er eitt af aðildarfélögum BSRB, sem eru stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna á Íslandi.
Skýrsla stjórnar fyrir ár 2024
Skýrsla stjórnar fyrir ár 2023
Skýrsla stjórnar fyrir ár 2022