Fara í efni

Katla félagsmannasjóður

Starfsmenn sveitarfélaga sem eru félagsfólk SfK eiga aðild að Kötlu félagsmannasjóði. 

Félagsmannasjóðurinn Katla er félagslegur jöfnunarsjóður og fá félagar greitt út úr sjóðnum þann 1. febrúar ár hvert. 

Ekki þarf að sækja um úthlutun sérstaklega en hins vegar verður að vera skráð reikningsnúmer inni á Mínum síðum svo hægt sé að endurgreiða upphæðina. Styrkupphæðin er miðuð við innborgun til Kötlu félagsmannasjóðs á fyrra almanaksári en vinnuveitandi greiðir 2,2 prósentu af heildarlaunum í sjóðinn.


 Heimasíða Kötlu félagsmannasjóðs

Félagar í SfK sem eru með rétt að sjóðnum geta skráð sig inn hér á síðu Kötlu félagsmannasjóðs og séð iðgjöldin sem greidd hafa verið skv. Kjarasamning. Réttur við sjóðinn er bundinn við aðild að sjóðnum líkt og reglur sjóðsins kveða á um. 

13.10.1 - Félagsmannasjóður Launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í Félagsmannasjóð sem nemur 2,2% af heildarlaunum starfsmanna. 

Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram 1. febrúar ár hvert samkvæmt stofnskrá sjóðsins. 

Greinin gildir ekki um þá starfsmenn er njóta styrkja samkvæmt gr. 13.6.1.