Samskipti á vinnustað
Samskipti á vinnustöðum eru gríðarlega mikilvægur liður í að vel gangi bæði í rekstri og hvað varðar líðan starfsfólks. Hér fyrir neðan eru góð ráð um hin ýmsu hugtök sem falla undir samskipti og bæði má finna þar fræðslumyndbönd og nánara lesefni.

Hér fyrir neðan er ýmiss fróðleikur um mikilvæga þætti hvað varðar samskipti á vinnustöðum. Þættir eins og góð samskipti, mörk og menningarlæsi er mikilvægt að velta fyrir sér og hafa þeir gríðaleg áhrif á vinnustaðinn og líðan starfsfólks séu þeir í ólagi. En kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni, einelti og ofbeldi - er ólíðandi hegðun sem þarf að bregðast við á réttan hátt og uppræta.
Hér koma nokkur góð ráð varðandi almenn samskipti
- Jákvæð samskipti smita út frá sér
- Komdu fram af kurteisi og vinsemd.
- Hvettu fólk til að tjá skoðanir sínar og hugmyndir.
- Hlustaðu á hvað fólk er að segja áður en þú segir þína skoðun. Ekki stoppa fólk eða tala yfir það.
- Nýttu hugmyndir sem samstarfsfólk kemur með um betrumbætur eins og kostur er og láttu vita hvert átti heiðurinn af hugmyndinni.
- Ræddu beint við samstarfsfólk í stað þess að láta aðra flygja boð á milli. Á sama hátt ættir þú að hafna því að vera milliliður milli aðila sem vilja síður ræða beint saman.
- Forðastu að móðga eða gera lítið úr hugmyndum fólks.
- Ekki festast í gagnrýni á smáatriði og vera dæmandi.
- Leiddu hugann að látbragði og óyrtum samskiptum. Næmt fólk þarf ekki að heyra rödd þína eða það sem þú segir til að draga sínar ályktanir.
- Komdu fram við öll á sama hátt, burtséð frá persónulegum þáttum og reyndu að láta sem flest koma að ákvörðunum sem snerta starf þeirra.
- Vertu meðvitaður um hvort einhver er útundan í stamstarfi eð viðburðum.
- Hrósaðu miklu oftar en þú gagnrýnir. Reyndu að hvetja samstarfsfólk til að gera það sama.
- Mættu gagnrýni að auðmýkt og reyndu að læra af henni. Ef málefnið er þér mikilvægt eða þú ert ósammála stattu þó á þínu. Ágreiningur á vinnustað er eðlilegur. Það er úrvinnslan sem
- skiptir máli.
- Ekkert er fullkomið og öll gera mistök. Æfðu þig í að viðurkenna eigin mistök og biðjast fyrirgefningar. Í kjölfarið þarftu að spyrja hvernig þú getur lagfært hlutina.
- Hjálpaðu vinnufélögum að ná sínum markmiðum og ekki reiðast ef samstarfsfólk eða stjórnandi gera mistök. Hjálpaðu frekar til við að leysa verkefni á sem farsælastan hátt. Sýndu hjálpsemi og vinsemd.
- Gakktu út frá því að fólk ráði við verkefni sín og aðstæður. Þótt þú skiljir ekki hvers vegna eitthvað gerist seint eða á annan hátt en þú ert vanur, þá eru eflaust fyrir því gildar ástæður.
Ráðin eru tekin af heimasíðu VIRK
Hér má sjá nokkur myndbönd sem VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður hefur látið útbúa um þá þætti sem vega þyngst í jákvæðum samskiptum, því að tilheyra í samfélagi og góðum félagslegum lífsgæðum
Við berum öll ábyrgð á okkar velferð og vellíðan en einnig verðum við að vera vel vakandi fyrir eigin streituvökum, mörkum og þess sem við sjálf leggjum til þegar kemur að samskiptum á vinnustaðnum


