gr.
Trúnaðarmaður skal vera á þeim vinnustöðum þar sem starfa fimm eða fleiri félagsmenn.
Á vinnustað þar sem starfa færri en fimm félagsmenn er heimilt að velja sérstakan tengilið félagsmanna við félagið.gr.
Trúnaðarmaður er málsvari félagsmanna á sínum vinnustað gagnvart atvinnurekanda og stjórn Starfsmannafélags Kópavogs.
Hann skal kappkosta að kynna sér vel kjarasamninga starfsmanna, réttindi þeirra og skyldur og hvaðeina sem lýtur að kaupi þeirra og kjörum.gr.
Trúnaðarmaður skal gæta þess að samningar og lög um kaup og kjör séu haldnir.
Rísi ágreiningur milli félagsmanna og yfirmanna viðkomandi stofnunar ber trúnaðarmanni að gæta réttar félagsmanna og leita eftir lausn. Náist samkomulag skal trúnaðarmaður gera stjórn félagsins grein fyrir því. Takist samkomulag hins vegar ekki skal trúnaðarmaður vísa málinu til samstarfsnefndar og eða stjórnar félagsins, sem tekur málið að sér.gr.
Trúnaðarmaður skal fylgjast með er nýir starfsmenn hefja störf. Einnig skal hann kynna þeim helstu atriði er varða laun og kjör, svo og félagið.gr.
Trúnaðarmaður er fulltrúi félagsmanna á sinni stofnun í Starfsmannafélagi Kópavogs.
Hann skal kalla félagsmenn á stofnuninni til funda þegar sérstök mál liggja fyrir frá félagsstjórn, sem hann þarf að taka afstöðu til. Einnig skal hann boða til slíkra funda, þegar honum eða félagsmönnum finnst tilefni til. Æskilegt er að slíkir fundir séu haldnir öðru hvoru.gr.
Trúnaðarmaður skal vera stjórn félagsins til aðstoðar í hverju því er lýtur að félagsstarfinu og hagsmunamálum félagsmanna.gr.
Trúnaðarmaður skal sitja trúnaðarmannafundi nema gild forföll hamli.
Hann skal stuðla að því eftir fremsta megni að allir félagsmenn mæti á vinnustaðafundi og efla félagsvitund þeirra sem og vinna að aukinni þekkingu á félaginu.gr.
Kjör trúnaðarmanna skal fara fram í maímánuði á tveggja ára fresti. Áður en kosning fer fram skal fráfarandi trúnaðarmaður skipa umboðsmann kosninganna. Ef umboðsmaður hyggst bjóða sig fram skal skipa annan umboðsmann.gr.
Umboðsmaður skipuleggur kosningu trúnaðarmanns og varamanns hans.
Umboðsmaður skal leita eftir tilnefningu félagsmanna um frambjóðendur. Einnig getur hver félagsmaður gert skriflegar tillögur til umboðsmanns.
Eftir að hafa fengið skriflegt samþykki þeirra sem tilnefndir hafa verið skal umboðsmaður auglýsa kosningu með a.m.k. fimm daga fyrirvara og taka þar fram hverjir eru í framboði.gr.
Rétt til kosningar trúnaðarmanna eiga fullgildir félagsmenn í Starfsmannafélagi Kópavogs.
Félagsmenn, sem skipta um vinnustað um þær mundir sem kjör trúnaðarmanns fer fram, hafa kosningarétt á þeim vinnustað sem þeir starfa á þegar kosning fer fram.gr.
Við kosningu ritar kjósandi nafn þess sem hann kýs á atkvæðaseðilinn, brýtur hann síðan saman og stingur í kassa sem umboðsmaður hefur komið fyrir í þeim tilgangi.
Aðeins skal rita nafn eins manns á seðilinn, að öðrum kosti er hann ógildur.
Heimilt er, þar sem því verður við komið, að halda rafræna kosningu.gr.
Umboðsmaður sér um talningu atkvæða og er öllum, sem rétt áttu til að kjósa, heimilt að fylgjast með.
Sá sem fær flest atkvæði er rétt kjörinn trúnaðarmaður og sá sem fær næst flest er rétt kjörinn varamaður hans.
Nú fær einn frambjóðandi öll greidd atkvæði og skal hann þá strax skipa varamann.
Nú eru atkvæði jöfn og ræður þá hlutkesti.gr.
Nú rís ágreiningur um framkvæmd kosninganna og skal þá vísa málinu til stjórnar Starfsmannafélags Kópavogs sem sker úr.gr.
Strax að kosningu lokinni skal umboðsmaður tilkynna skrifstofu félagsins um niðurstöður og skal umboðsmaður undirrita tilkynninguna.
Samþykkt á stjórnarfundi þann 17. september 2024











