Fara í efni

Fræðsla trúnaðarmanna

Samkvæmt samkomulagi um trúnaðarmenn er trúnaðarmönnum tryggð þau mikilvægu réttindi að geta sótt málþing, fundi, ráðstefnur og námskeið í allt að eina viku á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Þannig geta trúnaðarmenn til dæmis sótt fræðslunámskeið á vinnutíma og bætt við sína þekkingu á vinnurétti. Trúnaðarmenn eiga rétt á að sækja námskeið, ráðstefnur og málþing í allt að eina viku á ári án skerðingar á launum og sækja því fræðslu á vinnutíma. 

Starfsmannafélag Kópavogs heldur fjóra fræðslufundi á ári þar sem hópurinn hittist og ræðir málefni eða fær fyrirlestra og vinnustofur um málefni sem eru ofarlega á baugi. Trúnaðarmannafundirnir eru hálfan dag að jafnaði en í september ár hvert er haldinn stóri fræðsludagur trúnaðarmanna. 


Fræðsla og símenntun trúnaðarmanna valdeflir þá og eykur við hæfni þeirra bæði í starfi og einkalífi en ekki síst í samstarfi við sitt stéttarfélag.

  • Félagsmálaskóli Alþýðu veitir trúnaðarmönnum ekki aðeins þekkingu á vinnurétti og réttindamálum heldur gefur einnig tækifæri til læra um tengd málefni og efla eigin sjálfsstyrk.
  • Fræðslusetrið Starfsmennt býður einnig upp á ýmis námskeið fyrir trúnaðarmenn. Slík fræðsla er grundvöllur þess að trúnaðarmenn geti sinnt starfi sínu af meiri fagmennsku og öryggi.
  • Á námskeiðum er ekki aðeins miðlað fræðilegri þekkingu, heldur skapast einnig vettvangur fyrir trúnaðarmenn til að deila reynslu, efla tengsl sín á milli og byggja upp öflugan hóp innan stéttarfélagsins.
  • Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sinnir fjölbreyttum rannsóknum á málefnum sem varða lífskjör fólks í breiðu samhengi. Varða var stofnuð árið 2020 af ASÍ og BSRB.