Fara í efni

Gjafabréf Icelandair

Félagsfólki býðst að kaupa gjafabréf í flugferð með Icelandair með afslætti sem er niðurgreiddur af SfK, gegn punktafrádrætti. Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í fargjald í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair, innanlands sem utan. Félagar eiga rétt á allt að 7 kortum á ári. Því er hægt að skipuleggja ferðalagið á lægra verði.

Sjá nánari upplýsingar á Mínum síðum félagsins en þar er hægt að kynna sér orlofskosti SfK, lesa meir um úthlutunarreglur og kaupa eða bóka þá kosti sem verða fyrir valinu.