Styrktarsjóðurinn Klettur
Félagsmenn sækja um styrki hjá sjóðnum á Mínum síðum með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappi. Við bendum á að öllum umsóknum þurfa að fylgja viðeigandi fylgiskjöl í rafrænu formi.

Félagsmenn í SfK eiga rétt á að sækja um til Styrktarsjóðs Kletts, þar sem félagið er aðildarfélag að sjóðnum. Styrktarsjóðurinn veitir fjárhagslegan stuðning vegna margvíslegra aðstæðna og verkefna sem snúa að velferð og heilsu félagsfólks, meðal annars:
- Krabbameinsleit
- Líkamsrækt
- Sjúkraþjálfun
- Sjúkranudd
- Ferðastyrk
- Dánarbætur
- Hjartavernd
- Ættleiðingarstyrk
- Gleraugna- eða linsukaupum
- Fæðingarstyrk
- Heyrnartæki
- Glasafrjóvgun
- Sálfræði eða félagsráðgjöf
- Sjónlagsaðgerð
- Tannlæknakostnað
- Dvöl á heilsustofnun
- Veikindi maka eða barna
- Veikindi sjóðsfélaga
Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér úthlutunarreglur ásamt frekari upplýsingum um hvern styrk á heimasíðu Kletts og nýta sér þennan rétt þegar þörf er á.
Ef þú þarft aðstoð við umsókn eða hefur spurningar um réttindi þín, þá getur þú haft samband við skrifstofu SfK.
Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um hvern styrk - smellið á Klettur til að lesa nánar og þið færist yfir á heimasíðu Styrktarsjóðsins.