Fara í efni

Sveitarfélag ársins

SfK tekur þátt í verkefninu Sveitarfélag ársins, sem er samstarfsverkefni milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, BSRB, BHM, KÍ og fleiri aðila. 

Markmið verkefnisins er að greina og bæta vinnuumhverfi og starfsánægju starfsmanna sveitarfélaga, með því að safna gögnum beint frá starfsfólki og draga fram styrkleika og umbótatækifæri á vinnustöðum.

Um könnunina

Könnunin nær til félagsfólks áðurnefndra tíu bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB sem eru í 30% starfi eða meira og hafa verið félagsmenn í a.m.k. þrjá mánuði. Framkvæmd könnunarinnar er með þeim hætti að Gallup sendir út rafrænan spurningalista til þessara félagsmanna sem könnunin nær til. Samkvæmt þátttökuskilyrðum könnunarinnar þarf svarhlutfall að vera að lágmarki 35% af útsendum spurningalistum til að sveitarfélag nái inn á lista, auk þess sem tíu svör þurfa að lágmarki að berast frá félagsmönnum sem eru starfandi í sveitarfélaginu. Teknar eru saman niðurstöður þeirra sveitarfélaga þar sem lágmarksþátttaka næst. Kynningarbréf um könnunina er einnig sent til forráðamanna sveitarfélaganna þar sem þeim er boðin þátttaka í henni og greiða sveitarfélögin þá fyrir þátttöku. Að lokinni úrvinnslu fá þessi sveitarfélög sendar niðurstöður úr könnuninni fyrir sitt sveitarfélag.

Verkefnið felur í sér

  • Rannsókn á viðhorfum starfsmanna til vinnustaðarins
  • Vinnustofur og kynningar þar sem niðurstöður eru kynntar
  • Samanburð milli sveitarfélaga á helstu þáttum starfsánægju
  • Úthlutun viðurkenninga til sveitarfélaga sem skara fram úr

SfK styður virka þátttöku félagsfólks í könnuninni og telur mikilvægt að rödd starfsmanna heyrist í mótun betra vinnuumhverfis.

Bæjarstarfsmannafélög BSRB sem standa að könnuninni í samvinnu við Gallup

  • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi

  • FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu

  • Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu

  • Starfsmannafélag Garðabæjar

  • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

  • Starfsmannafélag Húsavíkur

  • Starfsmannafélag Kópavogs

  • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar

  • Starfsmannafélag Suðurnesja

  • Starfsmannafélag Vestmannaeyja