1.1 Um sjóðinn.
Starfsemi sjóðsins byggir á kjarasamning starfsmannafélags Kópavogs við Samband íslenskra sveitarfélaga.
1.2 Myndun réttinda í sjóðnum.
Einungis félagsfólk Starfsmannafélags Kópavogs getur fengið styrk úr sjóðnum og þarf það að hafa greitt félagsgjöld í Vísindasjóð í a.m.k. 6 mánuði á 12 mánuðum.
1.3 Réttur til styrkveitinga.
Við ákvörðun styrksupphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Til þess að njóta fullra réttinda í sjóðinn þurfa félagsgjöld að vera a.m.k. 20.000 krónur. Hlutastarfandi er veittur styrkur í hlutfalli við greidd félagsgjöld sl. 12 mánuði.
Félagsfólk þarf að vera í starfi bæði þegar sótt er um styrk og þegar hann er notaður.
1.4 Afgreiðsla umsókna.
Starfsmenn sjóðsins afgreiða umsóknir samkvæmt starfsreglum þessum og í samræmi við ákvarðanir sjóðstjórnar.
Stjórn sjóðsins sker úr um vafaatriði, t.d. um sjóðsaðild eða styrkhæfi umsókna og tekur á öðrum málum sem upp kunna að koma. Stjórn sjóðsins fundar eins oft og þurfa þykir.
1.5 Málskotsréttur.
Ef sjóðfélagi er ósáttur við afgreiðslu starfsmanns sjóðsins á styrkumsókn sinni og fylgigögnum á hann ávallt rétt á að vísa erindi sínu á ný til stjórnar Vísindasjóðs SfK sem fjallar þá um umsóknina aftur og sker úr um afgreiðslu umsóknar.
1.6 Forgangur.
Ef sjóðsþurrð verður eða sjóðurinn stendur illa miðað við tekjur og væntanlegar skuldbindingar að mati sjóðsstjórnar skulu þeir njóta forgangs sem aldrei hafa hlotið fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. Ef þá er enn þörf á forgangsröðun er sjóðsstjórn heimilt að gefa fræðilegri verkefnum forgang umfram önnur.
