Starfsmannafélag Kópavogs (SfK) býður virkum félögum upp á Orlof að eigin vali, þar sem hver og einn getur nýtt styrk sinn til að skipuleggja frí samkvæmt eigin áhuga og þörfum. Þetta fyrirkomulag veitir aukið frelsi og sveigjanleika þegar kemur að vali á orlofskosti.
Félagsfólki býðst að kaupa gjafabréf í flugferð með Icelandair með afslætti sem er niðurgreiddur af SfK, gegn punktafrádrætti. Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í fargjald í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair, innanlands sem utan. Félagar eiga rétt á allt að 7 kortum á ári. Því er hægt að skipuleggja ferðalagið á lægra verði.
Ferðaávísun er inneign, sem þú getur notað til að greiða fyrir gistingu hjá einhverjum af fjölmörgum samstarfsaðilum okkar. Þú ert ekki skuldbundinn til að nota ávísunina á tilteknu hóteli/gistiheimili, eftir að hún hefur verið keypt. Upphæðina getur þú notað hjá hvaða samstarfsaðila okkar sem er.
Starfsmannafélag Kópavogs (SfK) býður félagsfólki sínu að kaupa útilegukortið á sérkjörum. Kortið veitir aðgang að fjölda tjaldsvæða víðs vegar um landið og er frábær leið til að ferðast um landið á hagkvæman og sveigjanlegan hátt.
Sjá nánari upplýsingar á Mínum síðum félagsins en þar er hægt að kynna sér orlofskosti SfK, lesa meir um úthlutunarreglur og kaupa eða bóka þá kosti sem verða fyrir valinu.