Fara í efni

Menningarlæsi

Á hverjum vinnustað mótast sérstök menning – með sínum hefðum, samskiptamynstrum og væntingum. Hún getur verið ólík eftir starfsgreinum, kynslóðum eða hópum innan sama vinnustaðar. Þegar svo bætist við að fólk kemur úr ólíkum menningarheimum, með mismunandi tungumál, uppruna og menntun, geta samskipti orðið flóknari og árekstrar skapast.

Á Íslandi eru nú töluð um 65 tungumál og samfélagið hefur tekið miklum breytingum. Fjölbreytni í uppruna og menningu er meiri en nokkru sinni fyrr. Sumir upplifa þetta sem áskorun en aðrir sem tækifæri til að auðga mannlíf og vinnuumhverfi.

Hvers vegna skiptir menningarlæsi máli?

  • Það hjálpar okkur að skilja betur ólíkar hefðir, gildi og samskiptamynstur.
  • Það dregur úr fordómum og misskilningi.
  • Það stuðlar að jákvæðari samskiptum og meiri samheldni.
  • Það eykur vellíðan á vinnustað og styrkir starfsanda.

Dæmi um áskoranir sem menningarlæsi getur hjálpað með:

  • Tungumálaörðugleikar sem valda misskilningi.
  • Ólík viðhorf kynslóða til vinnu og samskipta.
  • Mismunandi skilningur á því hvað telst viðeigandi framkoma eða samskipti.
  • Árekstrar sem spretta af fordómum eða staðalímyndum.

Ávinningurinn af menningarlæsi

Þegar við leggjum okkur fram um að skilja menningu annarra og byggja á því traust í samskiptum verður vinnustaðurinn:

  • Jákvæðari
  • Samheldnari
  • Fjölbreyttari
  • Og starfsfólki líður betur