Fara í efni

Fræðsluaðilar

Starfsmannafélag Kópavogs vinnur í samstarfi við fræðsluaðila en félagsfólk hefur kost á að sækja ýmis námskeið sér að kostnaðarlausu

Starfsmannafélag Kópavogs niðurgreiðir námskeið fyrir sitt félagsfólk svo það geti aukið við þekkingu sína, hæfni og sjálfsöryggi. Hvort heldur sem um ræðir námskeið í margvíslegri tölvuþekkingu, kennsla á notkun gervigreindar, sjálfsrækt, tungumálakunnáttu og margt fleira, eða námskeið sem eru bein fræðsla um kjaramál þá fer skráning fram á síðum viðkomandi fræðsluaðila hér fyrir neðan. 

  • Í skráningarferlinu er beðið um að skrá viðkomandi stéttarfélag SfK og námskeiðið hefst svo þér að kostnaðarlausu.

 

Félagsmálaskóli Alþýðu

  • Sameiginleg fræðslustofnun verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi og hefur starfað í áratugi við að efla þekkingu, færni og samstöðu launafólks.
  • Skólinn býður fjölbreytt námskeið fyrir trúnaðarmenn og aðra félagsmenn sem vilja auka skilning sinn á réttindum, vinnumarkaði og samfélagsmálum.
  • Markmiðið er að styrkja fólk til að standa vörð um réttindi sín og annarra, bæði á vinnustað og í samfélaginu.

Fræðslusetrið Starfsmennt

  • Fræðslu- og símenntunarmiðstöð fyrir starfsfólk ríkis og opinberra stofnana.
  • Markmið Starfsmenntar er að styðja við starfsþróun, auka hæfni og efla starfsánægju með fjölbreyttum námskeiðum, bæði staðnámi og fjarnámi.
  • Þar má finna námskeið í allt frá samskiptum, þjónustu og streitustjórnun til tæknifærni, forystu og faglegra viðfangsefna tengdra opinberri þjónustu.
  • Starfsmennt vinnur náið með stéttarfélögum og stofnunum til að tryggja að fræðslan nýtist starfsmönnum beint í starfi og styðji við persónulegan og faglegan vöxt.