Fara í efni

Veiðikort

Starfsmannafélag Kópavogs (SfK) býður félagsfólki sínu að kaupa Veiðikortið á sérkjörum. Kortið veitir aðgang að fjölmörgum vötnum víðs vegar um landið og er frábært fyrir þau sem vilja njóta náttúrunnar og stunda stangveiði á einfaldan og hagkvæman hátt.

Hvað er veiðikortið?

Með Veiðikortinu færðu veiðirétt í yfir 35 vötnum og vatnasvæðum á Íslandi, sum hver með aðstöðu fyrir fjölskyldufólk og aðgang að tjaldsvæðum. Kortið gildir út veiðitímabilið, og veiða má eins oft og óskað er í þeim vötnum sem eru á skrá.

Afhending og verð

  • Félagsfólk getur keypt Veiðikortið í gegnum Mínar síður félagsins.
  • Kortið er afhent í pósti eða sótt á skrifstofu.

Félagar eiga rétt á 1 korti á ári. - Kortin eru rafræn og/eða sendi í pósti. Fyrir þau sem það vilja geta félagar komið á skrifstofuna og keypt kort.

Nánari upplýsingar um veiðisvæðin, reglur og skilyrði má finna á heimasíðu Veiðikortsins:
Veiðikortið


Sjá nánari upplýsingar á Mínum síðum félagsins en þar er hægt að kynna sér orlofskosti SfK, lesa meir um úthlutunarreglur og kaupa eða bóka þá kosti sem verða fyrir valinu.