Fara í efni

Mannauðsjóðurinn Hekla

Stofnaður hefur verið nýr sjóður sem hefur það markmið að efla starfsfólk sveitarfélaga og tengdra stofnana með markvissri starfsþróun. Athugið Mannauðssjóðurinn Hekla er sjóður sem stofnanir geta sótt um í fyrir félaga SfK, en ekki er um að ræða einstaklingssjóð.

Styrkir til sveitarfélaga og stofnana

Mannauðssjóðurinn Hekla er starfsþróunarsjóður og hefur það hlutverk að veita styrki til fræðsluverkefna á vegum sveitarfélaga og stofnana þeirra sem tengjast markvissri starfsþróun. Veittir eru styrkir til:

·  Sveitarfélaga, stofnana og vinnuveitenda sem greiða í sjóðinn.

·  Stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum.

· Verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur eða á aðkomu að.

Umsóknir skulu sendar í gegnum umsóknargátt á heimasíðu sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því verkefni sem sótt er um styrk til, skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda.

Greiðslur úr sjóðnum fara fram gegn framvísun á útlögðum kostnaði umsækjenda, stofnunar eða sveitarfélags, sjá Úthlutunarreglur

Nánari upplýsingar fyrir launagreiðendur

Sjóðurinn heitir Mannauðssjóðurinn Hekla. Sjóðurinn starfar á grundvelli kjarasamnings Sambands íslenska sveitarfélaga og eftirtalinna stéttarfélaga:

Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Garðabæjar Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Suðurnesja Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar