Um SfK
Starfsmannafélag Kópavogs var stofnað 28. desember 1958.
Starfsmannafélagið (SfK) er eitt af aðildarfélögum BSRB, sem eru stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna á Íslandi.
Félagsmenn í SfK eru um sautján hundruð talsins.
Úr lögum Starfsmannafélags Kópavogs
III.kafli – Stjórnun félagsins 10. grein
- Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum og tveimur til vara. Stjórn skal kosin á aðalfundi samkvæmt eftirfarandi reglum:
- Formaður skal kosinn til tveggja ára í senn.
- Fjórir meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að árlega gangi tveir úr stjórninni á víxl.
- Tveir varamenn skulu kosnir til tveggja ára þannig að árlega gangi annar úr stjórn á víxl.
- Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga og varamenn þeirra.
Stjórn og nefndir SfK
Stjórn SfK er sú sama og Starfsmenntasjóðs og eru fundir almennt 11 talsins yfir árið (enginn í júlí), haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði að jafnaði.
Orlofsnefnd er skipuð fimm félagsmönnum og tveimur til vara, kosnum á aðalfundi SfK. Starfsmaður félagsins situr fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi. Orlofsnefnd ber ábyrgð á orlofsmálum félagsins. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði eða eins oft og þurfa þykir. Formaður og starfsmaður SfK eru nefndinni til aðstoðar.