Fara í efni

Kulnun

Kulnun (e. burnout) er skilgreind af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem starfstengt heilbrigðisvandamál, ekki sjúkdómur, sem á sér rætur í viðvarandi álagi í vinnu sem ekki er meðhöndlað á árangursríkan hátt. Hún einkennist af þremur meginsviðum:

  • Tilfinningaleg þreyta – einstaklingur upplifir orkuleysi og vanmáttarkennd.
  • Fjarlægð eða neikvæðni gagnvart starfi og fólki í kringum sig.
  • Minnkuð starfsgeta – færri afköst og erfiðleikar með að takast á við dagleg verkefni.

Kulnun er því ekki bara “að vera stressaður” heldur afleiðing langvarandi og óleysts álags. Hún þróast smám saman, oft hjá fólki sem leggur mikla áherslu á árangur og hefur sterka ábyrgðarkennd. Streita getur í sumum tilvikum hvetjandi, en þegar hún er stöðug án endurheimtar umbreytist hún í kulnun.

Kulnun er þó notað í víðara samhengi heldur en WHO skilgreinir hana sem eingöngu starfstengt heilbrigðisvandamál, hægt er að lenda í kulnun þegar langvarandi álag heilt yfir er ekki meðhöndlað eða leyst. Þá á það við um álag í einkalífi sem og vinnu. Þá eru álagsþættir svo sem umönnun langveikra barna eða ættingja, fólk með mikla áfallasögu eða fjárhagslegar þrengingar hluti af því sem skapar kulnunarástand. 

Rannsóknir sýna að kulnun tengist aukinni hættu á þunglyndi, svefnvandamálum, hjarta- og æðasjúkdómum og skertum ónæmissvörum. Hún hefur líka samfélagslegar afleiðingar: minni framleiðni, aukin veikindafjarvera og aukið álag á heilbrigðiskerfið.

Lykilþættir í forvörnum eru:

  • Heilbrigð vinnumenning þar sem jafnvægi milli vinnu og einkalífs er virt.
  • Stuðningur og viðurkenning frá samstarfsfólki og stjórnendum.
  • Sjálfsumönnun: regluleg hreyfing, nægur svefn, hugleiðsla eða aðrar slökunaraðferðir.
  • Skýr mörk – að læra að segja nei og forgangsraða.

Kulnun er alvarlegt ástand en jafnframt tækifæri til að staldra við og endurskoða líf sitt.