Félagsfólk SfK getur keypt gjafabréf Icelandair á Mínum síðum félagsins. Inneign gjafabréfsins er því niðurgreidd að hluta af SfK. Gjafabréfið er hægt að nota sem greiðslu upp í fargjöld í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair, innanlands og utanlands.
Nánari upplýsingar um verð, skilmála og gildistíma má sjá á Mínum síðum.