Fara í efni

Spurt og svarað

Hér má finna ýmsar spurningar um orlofsmál SfK.

Félagsfólk SfK getur keypt gjafabréf Icelandair á Mínum síðum félagsins. Inneign gjafabréfsins er því niðurgreidd að hluta af SfK. Gjafabréfið er hægt að nota sem greiðslu upp í fargjöld í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair, innanlands og utanlands. 

Nánari upplýsingar um verð, skilmála og gildistíma má sjá á Mínum síðum.

Þú gætir átt rétt á líkamsræktarstyrk á nokkrum stöðum ef þú uppfyllir skilyrði. SfK greiðir líkamsræktarstyrki, Styrktarsjóðurinn Klettur veitir styrki og Kópavogsbær sömuleiðis. Þú gætir því fengið samtals styrk upp á 67.000 kr. fyrir líkamsrækt. 

Nánari upplýsingar má finna hér Líkamsræktarstyrkur

Reikningur frá líkamsræktarstöðvum, sundstöðum, íþróttafélögum og fl. 

Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna gatakorta og þátttökugjald á íþróttaviðburðum. 

Þú getur fengið styrk fyrir nám eða námskeið sem uppfyllir skilyrði sjóðsins. Til dæmis nám eða námskeið á framhaldsskólastigi sem eykur starfshæfni s.s. tölvutækni, tungumál eða sjálfstyrking. 

Þú getur fengið allt að 75.000 kr. styrk í grunnnám og meistaranám á háskólastigi.

Þú getur fengið styrk til að fara á ráðstefnu eða námsferðir.

Þú getur fengið styrk vegna tómstunda og lífsleikninámskeiða.

Nánari upplýsingar má finna á hér Starfsmenntasjóður

Hægt er að leigja sumarhús félagsins á góðu verði víðsvegar um landið. 

Lágmarksleigutími er 2 dagar í senn en leigð er vika í senn á úthlutunartímabilum um páska og sumar. Aldrei er leigt lengur en viku. 

Félagsfólk í SfK getur því notið þess að fara í frí, njóta þess að vera utan borgarmarkanna og skapað þannig minningar á góðum kjörum. Hægt er að sjá orlofshúsin hér Orlofshús

Orlof að eigin vali á að koma til móts við félagsfólk sem kýs frekar orlof að eigin vali í stað þess að nýta orlofshús. 

Orlof að eigin vali getur verið leiga eða gisting, flugfargjöld, rútu- eða bátsferðir, hótelgisting, hestaferðir, gisting á tjaldsvæðum o.þ.h.

Þá er hægt að sækja um sérstakar orlofsávísanir sem SfK úthlutar. Þegar félagi skilar inn kvittun fyrir orlofi að eigin vali, endurgreiðir SfK upphæð styrkloforðs. 

Nánari upplýsingar má finna á Mínum síðum.

Ferðaávísun er inneign, sem þú getur notað til að greiða fyrir gistingu hjá einhverjum af fjölmörgum samstarfsaðilum okkar. Þú ert ekki skuldbundinn til að nota ávísunina á tilteknu hóteli/gistiheimili, eftir að hún hefur verið keypt. Upphæðina getur þú notað hjá hvaða samstarfsaðila okkar sem er. 

Bókaðu gistingu á betra verði.

Sjá nánari upplýsingar á Mínum síðum.