Fara í efni

Líkamsræktarstyrkur

Fjárhæðir styrkja vegna líkamsræktar

Félagsfólk getur að hámarki fengið allt að 12.000 krónur í styrk frá SfK á 12 mánaða tímabili. Félagsfólk þarf að vera í starfi bæði þegar sótt er um styrkinn og þegar hann er notaður.

Einnig er hægt að sækja um líkamsræktarstyrki í Styrktarsjóðinn Klett og til Kópavogsbæjar.

Reikningar frá líkamsræktarstöðvum, sundstöðum, íþróttafélögum og þess háttar er styrkt. Athugið að sjóðurinn veitir ekki styrki vegna gatakorta og þátttökugjalds á íþróttaviðburðum. 

Líkamsræktarstyrkir eru undanþegnir skatti upp að 81.000 kr. á ári. En þá þarf einnig að skila inn greiðslukvittunum hjá skattinum.

Þú getur sótt um alla þrjá styrkina!

  • Starfsmannafélag Kópavogs veitir 12.000 krónur í styrk vegna líkamsræktar
  • Styrktarsjóðurinn Klettur veitir 35.000 krónur í styrk vegna líkamsræktar
  • Kópavogur veitir sínu starfsfólki 20.000 krónur í styrk vegna líkamsræktar: launadeild@kopavogur.is

Þú getur því samtals fengið styrk upp á 67.000 kr fyrir líkamsrækt.

Sótt er um líkamsræktarstyrk SfK á Mínum síðum félagsins