Einelti
Einelti er alvarlegt mál sem hefur djúpstæð áhrif á líðan og starfsánægju. Það er skilgreint sem síendurtekin hegðun sem veldur vanlíðan, til dæmis með því að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna einstaklingi. Ágreiningur eða skoðanaágreiningur fellur ekki undir einelti – einelti einkennist af því að vera viðvarandi og í óþökk þess sem fyrir því verður.
Dæmi um einelti
- Misnotkun valds eða ofstjórnun
- Óréttmæt og endurtekin gagnrýni á störf einstaklings
- Meiðandi sögusagnir eða baktal
- Lítillækkun eða útilokun úr hópnum
- Hótanir eða líkamlegt ofbeldi
Hverjir verða fyrir einelti?
Rannsóknir sýna að:
- 2 af hverjum 10 hafa orðið fyrir einelti á vinnustað.
- Konur verða frekar fyrir einelti en karlar (25% á móti 18%).
- Fólk með skerðingar eða fötlun verður oftar fyrir einelti (35% á móti 20%).
- Einelti er algengara á vinnustöðum þar sem stjórnendur bregðast ekki rétt við samskiptavanda.
Afleiðingar eineltis
- Minni starfsánægja og aukin starfsmannavelta
- Verrri líkamleg og andleg heilsa
- Óöryggi í vinnunni
- Þriðjungur þeirra sem upplifðu einelti sögðu upp starfi sínu vegna þess
Hvað er hægt að gera?
- Einelti á ekki að líðast á vinnustað.
- Stefna gegn einelti og skýr verklag hjálpa til við að fyrirbyggja það.
- Mikilvægt er að bregðast fljótt við þegar einelti kemur upp og tryggja að kvörtun leiði til raunverulegra breytinga.