Góð samskipti
Góð samskipti á vinnustað skipta miklu máli fyrir líðan og árangur. Þegar við sýnum hvert öðru virðingu og vinsemd skapast jákvæð vinnustaðamenning þar sem öllum líður betur, samstarf gengur vel og öryggi eykst.
Við berum öll ábyrgð á samskiptum:
- Stjórnendur eiga að sýna gott fordæmi, hlusta og styðja starfsfólk.
- Starfsfólk ber ábyrgð á eigin hegðun og að koma vel fram við aðra.
Heilbrigð samskipti efla starfsánægju, styrkja samvinnu og eru forsenda árangurs.
Hvað er heilbrigð vinnustaðamenning?
Vinnustaðamenning er það hvernig við komum fram hvert við annað, hvaða gildi og venjur ráða för og hvernig við vinnum saman. Þegar hún byggir á trausti, virðingu og sanngirni upplifum við öryggi og vellíðan.
Dæmi um heilbrigða vinnustaðamenningu:
- Opin og heiðarleg samskipti
- Virðing og vinsemd
- Samvinna sem byggir á trausti
- Skýr hlutverk og ábyrgð
- Að allir finni að framlag þeirra skipti máli
- Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- Stuðningur og uppbyggileg endurgjöf
- Tækifæri til að ræða líðan og heilsu
Óheilbrigð vinnustaðamenning getur birst sem:
- Langvarandi álag og streita
- Skortur á trausti í samskiptum
- Sundrung og óánægja
- Óskýrar reglur eða ábyrgð
- Aukinn starfsmannafloti
Hlutverk okkar allra
Atvinnurekendur og stjórnendur hafa mikið að segja um hvernig vinnustaðamenning mótast, en starfsfólk þarf líka að taka þátt. Samvinna allra er lykillinn að því að skapa vinnuumhverfi þar sem öllum líður vel og allir fá að njóta sín.