Heilsumolar
Heilsuefling og forvarnir eru mikilvægur þáttur í lífi hvers og eins. SfK leggur metnað sinn í að miðla hvers kyns upplýsingum sem geta haft jákvæð áhrif á heilsu og líðan félagsfólks.

Góð heilsa er undirstaða lífsgæða
Þegar við hugum að líkama og huga með meðvituðum hætti eigum við auðveldara með að standa okkur í vinnu, vera til staðar í einkalífi og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Heilsumolar byggja á þeim lykilstoðum sem mynda saman heildræna heilsu og þegar þessar stoðir vinna saman skapast grunnur að varanlegri vellíðan, bæði líkamlega og andlega, en einnig skilar slíkur ávinningur sér í okkar nærumhverfi til fjölskyldu, vina og vinnustaðar.
SfK minnir á ýmsa styrki sem hægt er að sækja um í þessu samhengi, til að mynda líkamsræktarstyrki, tómstundastyrk og námsstyrk í Starfsmenntasjóð. Sótt er um á Mínum síðum félagsins.


