Fara í efni

Orlof að eigin vali

Starfsmannafélag Kópavogs (SfK) býður virkum félögum upp á Orlof að eigin vali, þar sem hver og einn getur nýtt styrk sinn til að skipuleggja frí samkvæmt eigin áhuga og þörfum. Þetta fyrirkomulag veitir aukið frelsi og sveigjanleika þegar kemur að vali á orlofskosti.

Orlofsstyrkinn má nýta meðal annars til:

  • Gistingar innanlands eða erlendis
  • Ferðaþjónustu og viðburða
  • Dvalar í sumarhúsum sem félagið á ekki beint aðild að
  • Annað sem fellur undir skilgreint orlof

Virkir félagar sækja um Orlof að eigin vali á sama tíma og sótt er um orlofshús fyrir sumarumsóknartímabilið. Fái félagi úthlutun þá greiðir hann sjálfur fyrir sitt orlof, hvort heldur sem er hótelgisting, sigling, flugmiði eða annað sem fellur undir skilgreint orlof. 

Síðan þarf að skila inn kvittunum með þjónustu ásamt nafni og kennitölu viðkomandi til SfK fyrir 30. nóvember sama árs og félagið endurgreiðir þá upphæð samkvæmt styrksloforði sem úthlutað var. 


 

Sjá nánari upplýsingar á Mínum síðum félagsins en þar er hægt að kynna sér orlofskosti SfK, lesa meir um úthlutunarreglur og kaupa eða bóka þá kosti sem verða fyrir valinu.