Fara í efni
04.12.2025 Fréttir

SfK varar félagsfólk við óumbeðnum heimsóknum tryggingaráðgjafa á vinnustaði

Deildu

SfK hefur fengið ábendingar um að ráðgjafar á sviði trygginga og lífeyrissparnaðar hafi síðustu daga og vikur heimsótt vinnustaði í Kópavogi án formlegrar boðunar.


Félagið gerir alvarlega athugasemd við að slíkur aðgangur sé veittur inn á vinnustaði félagsfólks og vill ítreka mikilvægar leiðbeiningar:

  • Aldrei undirrita neinar skuldbindingar á staðnum!
  • Taktu alltaf tíma til að kynna þér málið í ró og næði – slík ákvörðun getur haft veruleg áhrif á fjárhagslega stöðu þína.
  • Ef þú hefur þegar undirritað samning gæti verið hægt að afturkalla hann innan 30 daga, en það ræðst af skilmálum hvers samnings.

SfK hvetur félagsfólk sem hefur skrifað undir eða er óöruggt með stöðu sína að skoða smáa letrið vandlega og hafa samband við félagið ef frekari ráðgjöf er óskað.