Fara í efni

Bjarg - íbúðafélag

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagsfólk SfK sem uppfyllir skilyrði getur sótt um langtímaleigu.

Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB, aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norænni fyrirmynd. Fyrstu íbúðir voru afhentar leigutökum í júní 2019.

Skilyrði fyrir úthlutun

  • Úthlutun geta þeir einir hlotið sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuði, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun.

  • Í lögunum eru skilgreind tekju-og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu, í dag eru þau eftirfarandi:

  • 8.686.000 kr. ári, fyrir skatta (eða 723.833 kr. á mánuði) fyrir hvern einstakling.
    12.161.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 1.013.417 kr. á mánuði) fyrir hjón og sambúðarfólk.
    2.172.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 181.000 kr. á mánuði) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu.

  • Heildareign heimilis má ekki vera hærri en 9.386.000 kr.

  • Greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki vera umfram 25%-30% af heildartekjum leigutaka að teknu tilliti til húsnæðisbóta, barnabóta og meðlags.

  • Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára við skráningu á biðlista.

  • Að jafnaði er 80% íbúða úthlutað til félagsmanna ASÍ og 20% til félagsmanna BSRB.

  • Til að geta sótt um íbúð þarf umsækjandi að vera með staðfesta skráningu á biðlista hjá Bjargi.

Í hvert sinn sem íbúðir eru lausar til umsóknar sendir Bjarg póst á alla á biðlista með nánari upplýsingum. Ef áhugi er á tiltekinni staðsetningu þarf umsækjandi að senda inn umsókn.