Starfsmat
Starfsmat er kerfi sem hjálpar til við að ákveða hvaða laun skuli greiða fyrir mismunandi störf. Það metur ekki einstaklinga, heldur starfið sjálft – ábyrgðina, kröfurnar og þau verkefni sem fylgja starfinu. Markmiðið er að sambærileg og jafnverðmæt störf fái sambærileg laun.

Sömu laun fyrir sömu störf
Starfsmat er
- leið til að meta ólík störf á sama hátt
- aðferð til að gera forsendur launaákvarðana skýrar og sýnilegar
- verkfæri sem tryggir að jafnverðmæt störf fái sömu grunnlaun
- kerfi sem ber saman störf út frá hlutlægum viðmiðum og kröfum starfsins
Starfsmat er ekki
- mat á persónulegri hæfni starfsmanns
- mat á vinnuframlagi, árangri eða frammistöðu
- kerfi sem ákvarðar hvað séu „rétt“ eða „sanngjörn“ laun í krónum
– það raðar aðeins störfum í launaflokka eftir kröfum þeirra.
Hvernig starfsmat virkar
Starfsmat er eins konar greiningartæki. Það skoðar:
- ábyrgð sem fylgir starfinu
- flækjustig og sérhæfingu
- álag og aðstæður
- samskipti, stjórnun og önnur hlutverk sem starfið krefst
- Síðan er starfið borið saman við önnur störf samkvæmt sömu viðmiðum. Þannig fæst samræmd og sanngjörn röðun starfa í grunnlaunaflokka.