Fara í efni
05.01.2026 Fréttir

Könnun til félagsfólks SfK

Deildu

📋 Könnun til félagsfólks SfK
 

Nú stendur yfir tvískipt könnun á Mínum síðum SfK sem er opin frá 5. janúar - 26. janúar 2026.

Annars vegar er kannaður áhugi félagsfólks á hinum ýmsu námskeiðum sem og áhugasviðum þess. Markmiðið er að fá innsýn inn í áhuga félagsfólks svo hægt sé að miða val á  námskeiðum út frá því.  

Hins vegar er verið að kanna áhuga félagsfólks á staðsetningu og kaupum á nýju orlofshúsnæði. Hægt er að velja fyrsta val og annað val um landsvæði en einnig er hægt að skrá nánari staðsetningu sem óskað er eftir.

Svörin nýtast við skipulagningu og framtíðarákvarðanir félagsins. Við hvetjum félagsfólk til að taka þátt og skrá í þar til gerðan reit aðrar hugmyndir eða vangaveltur um framboð og ákvarðanir varðandi fræðslu- og orlofsmál.

Könnunin er aðgengileg á Mínum síðum SfK fyrir virka félaga.