Fara í efni
20.12.2023 Fréttir

FUNDUR MEÐ TRÚNAÐARMANNARÁÐI 20. DESEMBER 2023

Deildu

Í dag var haldinn fundur með trúnaðarmannaráði Starfsmannafélags Kópavogs.

Formaður Starfsmannafélags Kópavogs, Marta Ólöf Jónsdóttir, setti síðasta fund í trúnaðarmannaráði á þessu ári. Það var mjög góð mæting á fundinn. Marta Ólöf fjallaði um kjarasamningana fram undan og kröfugerð félagsins sem byggðar verða m.a. á þeim tillögum sem komu fram hjá trúnaðarmönnum á fundinum. Mikil samstaða var meðal trúnaðarmanna um efni kröfugerðarinnar sem endurspeglast einnig í þjóðmálaumræðunni. Má þar nefna húsnæðismál, krónutöluhækkun, Starfsmat, persónuálag, stytting vinnuvikunnar og margt fleira eins og kemur fram á myndinni hér fyrir neðan.

Einnig var farið yfir 5 ára endurmat Starfsmats og Mannauðssjóð KSG

Við þökkum trúnaðarmönnum okkar kærlega fyrir samveruna og hlökku til samstarfsins á nýju ári.