Fara í efni
03.12.2025 Fréttir

Dagbók SfK 2026

Deildu

ATH. Öllum dagbókum hefur verið ráðstafað til félagsfólks og hafa hreinlega rokið út! SfK þakkar frábærar undirtektir og greinilega er mikill áhugi til staðar 🎉

SfK mun ráðstafa þeim bókum sem verða ósóttar um miðjan janúar til félaga á biðlista. Óskir þú eftir að láta bæta þér á biðlista má senda póst á sfk@stkop.is


 

Starfsmannafélag Kópavogs hefur gefið út dagbók fyrir árið 2026 sem inniheldur viku á hverri opnu og er í stærð A5. Fremst í bókinni má finna helstu upplýsingar um SfK og starfsemi félagsins, styrki, réttindi og þjónustu sem félagsfólk á kost á.

Dagbókin er til í takmörkuðu upplagi og því er mikilvægt að skrá sig tímanlega.

Virkt félagsfólk getur skráð sig á listann með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan og fylla út helstu upplýsingar. Í kjölfarið mun SfK senda tölvupóst og leiðbeina um hvernig hægt er að nálgast dagbókina.