Flestir virkir félagar í SfK eiga rétt á styrk úr félagsmannasjóð Kötlu sem greiddur er út í byrjun febrúar ár hvert. Styrkupphæðin er sú innborgun sem hefur borist til Kötlu árinu á undan. Í byrjun febrúar 2026 verður því greidd sú upphæð sem skilaði sér í sjóðinn á tímabilinu 1. janúar til 31. desember árið 2025 frá vinnuveitendum. Hlutverk sjóðsins er að auka tækifæri sjóðsfélaga til starfsþróunar, meðal annars með því að sækja sér fræðslu og endurmenntun.
Til þess að hægt sé að greiða út styrkinn í febrúar er nauðsynlegt að réttar bankaupplýsingar séu skráðar á Mínum síðum hér á heimasíðu SfK.
Til að ganga úr skugga um að upplýsingarnar séu réttar hvetjum við þig til að skrá þig inn á Mínar síður - smella svo á hringinn efst hægra megin á síðunni - opna Persónu & bankaupplýsingar - athuga hvort bankareikningur sé rétt skráður þar inni. Ef allar upplýsingar eru til staðar þá verður styrkurinn lagður inn hjá þér í byrjun febrúar n.k.
