Fara í efni
06.05.2025 Fréttir

Vel heppnað Macramé-námskeið fyrir félagsfólk SfK

Deildu

Í gær stóð stéttarfélagið fyrir skapandi og vel sóttum viðburði þar sem félagsfólki bauðst að taka þátt í Macramé vegghengjanámskeiði undir handleiðslu Heru Sigurðardóttur hjá Flóð & Fjöru. Hera leiddi hópinn í gegnum undirstöðuatriði Macramé-hnúta og að loknu námskeiði höfðu allir búið til sitt einstaka vegghengi.

Á námskeiðinu skapaðist notalegt andrúmsloft þar sem við tengdumst í gegn um sameiginlega sköpun og góða samveru. Slíkar stundir eru mikilvægar til að kynnast félagsfólki enn betur og að skapa þannig enn betra samfélag meðal félaga SfK.

Við viljum þakka Heru kærlega fyrir frábæra kennslu og öllum sem tóku þátt en skráning á námskeiðið fylltist hratt og greinilega er mikill áhugi á því meðal félagsfólks. Við hlökkum til fleiri viðburða sem efla samstöðu, sköpun og gleði í starfi félagsins.