Skoða í vafra fréttabéf október 2021 |
![]() OKTÓBER 2021 UMSÓKNIR ORLOFHÚSA TÍMABILIÐ JÓL OG ÁRAMÓT 2021 Þann 17. október 2021 verður opnað fyrir rafrænar umsóknir vegna orlofshúsa fyrir tímabilið jól og áramót 2021. Um vikudvöl er að ræða og punktafrádráttur 20 punktar. Hægt er að senda inn umsókn til og með 7. nóvember 2021. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu frá 17. október til 7. nóvember sótt er um. Hægt er að sækja um fyrsta og annan valkost. Leigutímabil er eftirfarandi: Jólavika: 22. - 29.12.2021 Áramótavika: 29.12.2021 - 5.1.2022 Félagsmenn sækja um rafrænt á orlofshúsavefnum. Úthlutun fer fram 9. nóvember 2021. Að úthlutun lokinni fá félagsmenn póst hvort þeir hafi hlotið úthlutaðri viku á tímabilinu ásamt greiðsluupplýsingum. Greiðslufrestur er til og með 14. nóvember 2021 og greitt er í gegnum orlofsvefinn. Ef félagsmaður hefur ekki tök á að sækja um rafrænt eða þarf aðstoð við bókunarkerfið er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 554-5124. Ekki er tekið á mótum umsóknum í tölvupósti.PUNKTAÁVINNSLA Félagsmenn ávinna sér 12 orlofspunkta á ári, þ.e. 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð. Punktastaða er uppfærð árlega áður en páskaúthlutun fer fram. Orlofspunktar stýra því hverjir eru í forgangi á úthlutunartímum (flestir punktar = mestir möguleikar). Hægt er að skoða punktastöðu á orlofsvefnum. Telji félagsmaður að punktastaða sé ekki rétt er viðkomandi bent á að hafa samband við félagið.Orlofshús sem tekin er eftir reglunni „fyrstur kemur fyrstur fær“ á úthlutunartímabilum kosta jafnan punktafrádrátt og á við um úthlutanir á hverju tímabili fyrir sig. Allir virkir félagsmenn geta sótt um á úthlutunartímum þó þeir eigi fáa eða enga punkta. Punktastaða hjá viðkomandi verður þá neikvæð. NET - OG SJÓNVARPSMÁL Búið er að setja upp nýja netbeina og myndlykla í orlofshús félagsins og frítt net komið í öll hús nema Eiðar. Félagsmenn geta einnig tengt eigin tæki eins og AppleTV o.sv.frv. og skráð sig inn á eigin efnisveitur. DÝRAHALD Í EITT ORLOFSHÚS Orlofsnefnd vinnur nú að því að gera dýrahald leyfilegt í einu orlofshúsi. Frekari upplýsingar og reglur munu verða tilkynntar síðar. SKRÁNING Á NETFANGI FÉLAGSMANNA Félagsmenn hafa samband við skrifstofu félagsins ef það þarf að skrá eða breyta netfangi eða öðrum upplýsingum í félagakerfinu. Það er einnig hægt að senda póst þess efnis í sfk@stkop.is Félagsmenn breyta sjálfir upplýsingum á orlofsvef félagsins undir mínum síðum. Athuga ber að leigusamningar og upplýsingar berast til þess netfangs sem þar er skráð. Tölvupóstar úr orlofskerfinu gætu farið í ruslið í pósthólfinu. Gerist það þarf að merkja póstinn sem leyfilegan og ekki spam. |
15.10.2021
Úthlutun um jól og áramót 2021

