Framboð til setu í stjórn og nefndir félagsins fyrir kjörtímabilið 2023 - 2024
Athugið að framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á aðalfundi. Opna fundarboð.
Formaður er kosinn til tveggja ára. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára. Orlofsnefnd er kosin til eins árs.
Þeir einstaklingar sem þegar hafa boðið sig fram til starfa í stjórn og nefndum félagsins eru eftirfarandi:
Formaður:
Marta Ólöf Jónsdóttir Starfsmannafélag Kópavogs Ekki laus
Aðrir í stjórn:
Jóhannes Æ. Hilmarsson Húsvörður Stjórnsýslusviði Ekki laus
Elísabet Stefánsdóttir Íþróttahús Digranesi Ekki laus
Málfríður A. Gunnlaugsdóttir Þjónustuver Kópavogs Laus, gefur kost á sér
Gunnar Heimir Ragnarsson Hörðuvallaskóli Laus, gefur kost á sér
Framboð í stjórn:
Bjarni Þ. Bjarnason Íþróttahús Lindaskóli
______________________________________________________________________________
Varamenn í stjórn:
Herdís Þóra Snorradóttir Velferðasvið Ekki laus
Steina Sigurðardóttir Snælandsskóli Laus, gefur kost á sér
Framboð til varamanns:
Bjarni Þ. Bjarnason Íþróttahús Lindaskóli Nýtt framboð, sjá kynningu neðst á síðu.
Orlofsnefnd:
Arna Margrét Erlingsdóttir Menntasvið Gefur ekki kost á sér
Gylfi Sigurðsson Bókasafnið Gefur kost á sér
Sigríður Helgadóttir Kópavogsbær Gefur ekki kost á sér
Sigurður Þ. Kjartansson Kópavogsskóli Gefur kost á sér
Eva Lind D. Guðjónsdóttir Íþróttahús Digranesi Gefur kost á sér
Framboð í orlofsnefnd:
Bjarni Þ. Bjarnason Íþróttahús Lindaskóli Nýtt framboð, sjá kynningu neðst á síðu.
Guðmunda Ingimundardóttir Þjónustuver Kópavogs Nýtt framboð, sjá kynningu neðst á síðu.
Sunna S.Söebeck Arnarsdóttir Þjónustuver Kópavogs Nýtt framboð, sjá kynningu neðst á síðu
Varamenn:
Kamilla E. Elísabetardóttir Matráður Stjórnsýslusvið Gefur kost á sér
Sólrún Bára Garðarsdóttir Íþróttahús Fagralundi Gefur kost á sér
Framboð til varamanns:
Bjarni Þ. Bjarnason Íþróttahús Lindaskóli Nýtt framboð, sjá kynningu neðst á síðu.
Guðmunda Ingimundardóttir Þjónustuver Kópavogs Nýtt framboð, sjá kynningu neðst á síðu.
Skoðunarmenn reikninga:
Atli Sturluson Velferðasvið Gefur kost á sér
Katrín Helgadóttir Velferðasvið Gefur ekki kost á sér
Framboð til skoðunarmanns reikninga:
Bára Eyland Garðarsdóttir
_______________________________________________________________________________
Varamenn fyrir skoðunarmenn reikninga:
Guðrún Hauksdóttir Umhverfissvið Gefur kost á sér
Bandalagsþing BSRB:
Stjórn Starfsmannafélags Kópavogs og trúnaðarmenn
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Kynning frambjóðenda
Bjarni Þ.Bjarnason :
Ég gef kost á mér í stjórn og nefndir Starfsmannafélags Kópavogsbæjar á
komandi tímabili. Ég er starfsmaður Ítk og hef verið starfandi þar frá árinu 2015. Er sem stendur starfsmaður íþróttahúss Lindaskóla.
Ég er kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur þroskaþjálfa og sérkennara og hef verið búsettur í Kópavogi frá fæðingu. Ég er yfirþjálfari íþróttafélags fatlaðra og borðtennisdeildar Hk og hef unnið mikið innan íþróttahreyfingarinnar.
Ég á þrjú uppkomin börn og er nýlega búinn að fá afa
titilinn í hús sem er spennandi og gefandi verkefni komandi ára.
Mér hafa málefni starfsfólks Kópavogsbæjar verið hugleikin sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru nú og þeirrar reynslu sem ég hef af samskiptum við yfirmenn og stjórnendur hjá bænum.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Guðmunda Ingimundardóttir :
Ég gef kost á mér í Orlofsnefnd.
Ég sjálf átti sumarbústað í mörg ár ásamt fjölskyldunni. Ég átti sæti í stjórn Sumarhúsafélagsins þar í mörg ár, fyrst sem skoðunarmaður, síðan varamaður og síðan lengst af sem gjaldkeri félagsins. Ég var einnig mjög virk í allskonar nefndarstörfum þegar ég
vann hjá Spron.
Ég hóf störf hjá Kópavosbæ fyrir tæpum 2. árum. Er mikil fjölskyldumanneskja, á 2 börn og 4 barnabörn. Við hjónin eigum Labradorhund sem krefst þess að við þurfum
að vera dugleg að hreyfa okkur.
Mér finnst gaman að ferðast um landið mitt og hef gert mikið af því í gegnum árin.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sunna S. Söebeck Arnardóttir :
Ég starfa í þjónustuveri hjá Kópavogsbæ á Digranesvegi 1. Hef starfað síðan 2013 og á því 10. ára afmæli um þessar mundir. Hef verið trúnaðarmaður á Stjórnsýslusviði síðan 2016.
Hef búið í Kópavogsbæ í 27.ár og er þriggja stráka mamma.
Ég býð mig fram í Orlofsnefnd SFK, ég hef reynslu á að vera í nefndum og ýmsu í félagsstarfi. Tel mig geta haft áhrif og getu til að vera í stjórn Orlofsnefndar og gera hana enn betri fyrir félagsmenn. Ég er góð í mannlegum samskiptum og úrræðagóð.