Fara í efni
03.09.2025 Fréttir

Þjóð gegn þjóðarmorði

Deildu


Efnt hefur verið til fjöldafundar þann 6. september kl. 14:00 víðs vegar um landið til að sýna samstöðu með Palestínu.

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og efsta stigi hungursneyðar. Ísrael hefur komið í veg fyrir að matvæli og hjálpargögn berist til íbúa Palestínu og lagt allt ræktanlegt svæði í rúst á Gaza svæðinu. Í tvö ár hefur Ísraelsríki framið þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni á meðan heimsbyggðin fylgist með.

Ríkisstjórnir vestrænna ríkja hafa ekki bugðist nógu hart við glæpum Ísraels og er ríkisstjórn Íslands þar jafn aðgerðarlaus.

Nú hafa heildarsamtök launafólks, verkalýðsfélög, fagfélög, mannúðarsamtök og önnur félög efnt til mótmælafunds um land allt. Komum saman sem þjóð, sýnum samstöðu okkar með Palestínsku þjóðinni og krefjumst alvöru aðgerða og skýra afstöðu gegn þjóðarmorði.
Samstaða með Palestínu, sem er breiðfylking félaga, hópa, samtaka og stofnanna, efnir til fjöldafundar þann 6. september klukkan 14:00.

Sjá viðburð hér