Fara í efni
30.10.2025 Fréttir

Sveitarfélög ársins 2025

Deildu

Þann 30. október var Sveitarfélag ársins 2025 útnefnt fjórða árið í röð. Gallup sá um könnun sem tók mið af starfsánæsgju í sveitarfélögum landsins og þær niðurstöður voru kynntar á viðburðinum í gær.

Framkvæmdarstjóri Mannauðssjóðsins Heklu, Hrund Hlöðversdóttir, opnaði viðburðinn og kynnti hlutverk sjóðsins í að styðja við mannauðsþróun innan sveitarfélaga sem og tilurð verkefnisins Sveitarfélag ársins. Flutt voru tónlistaratriði af Sædísi Lind Másdóttur og Fríðu Hansen og lögðu þannig notalegan tón.

Tómas Bjarnason frá Gallup hélt erindið: „Er starfsfólk sveitarfélaganna ánægt í starfi? Hvað skapar starfsánægju og af hverju er hún mikilvæg?“ 

Helstu niðurstöður könnunarinnar voru að lykilþættir eins og traust, samskipti og góðir stjórnunarhættir hafa mikil áhrif á starfsánægju. Einnig kom fram að sterk tengsl eru á milli starfsánægju, lífsánægju og árangurs vinnustaða. Hann lagði áherslu á mikilvægi hvatningar og sagði: „Ef hvatningin er ekki til staðar þá gerir fólk bara miklu minna.“ 

Að lokum afhenti Árný Erla Bjarnadóttir, formaður FOSS stéttarfélags, viðurkenningar þeim sveitarfélögum sem hlutu efstu sæti í könnunni Sveitarfélag ársins 2025 en þau eru:

  1. Bláskógarbyggð 

  2. Grímsnes- og Grafningshreppur

  3. Hrunamannahreppur

  4. Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Starfsmannafélag Kópavogs óskar þeim innilega til hamingju!

Nánari upplýsingar um Sveitarfélag ársins má finna hér