Kæri félagi,
Nú stendur yfir árleg könnun á Sveitarfélagi ársins 2025 – og Starfsmannafélag Kópavogs hvetur þig eindregið til að taka þátt!
Könnunin beinist að félagsfólki sem starfar hjá sveitarfélögum. Markmiðið er að draga upp heildarmynd af starfsumhverfi og starfsánægju og þannig styðja við betri og heilbrigðari vinnustaði í sveitarfélögum.
Þín rödd skiptir máli
Með því að taka þátt leggur þú þitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið – fyrir þig og samstarfsfólk þitt. Svörin skipta máli þegar kemur að því að greina styrkleika og áskoranir í vinnuumhverfi sveitarfélaga.
Vinningar í boði!
Allir sem taka þátt fara sjálfkrafa í happdrætti þar sem sjö heppnir þátttakendur hljóta vinning að verðmæti 15.000 kr. – til viðbótar við það að leggja sitt af mörkum í mikilvægum tilgangi.
Ef þú hefur fengið könnunina senda í tölvupósti eða sms, hvetjum við þig til að taka þátt strax í dag! Tölvupósturinn er sendur frá Gallup og gæti hafa lent annars staðar en í aðalpósthólfi þínu.
Með þátttöku þinni höfum við áhrif.
Vertu með – saman vinnum við að betra starfsumhverfi!
Starfsmannafélag Kópavogs í samstarfi við bæjarstarfsmannafélög innan BSRB standa að þessu mikilvæga verkefni.
Könnunin er í umsjón Mannauðssjóðsins Heklu.
