Fara í efni
11.02.2025 Fréttir

SUMARÚTHLUTUN 2025

Deildu

UMSÓKNARTÍMABIL VEGNA SUMARS 2025

SÆKJA ÞARF UM Í SÍÐASTA LAGI 3. MARS 2025 Á ORLOFSVEFNUM


Þann 14. febrúar verður opnað fyrir rafrænar umsóknir vegna orlofshúsa fyrir tímabilið Sumar 2025. Um vikudvöl er að ræða og punktafrádráttur 20 punktar. Hægt er að senda inn umsókn til og með 3. mars 2025. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um. Hægt er að sækja um fyrsta og annan valkost. Vikan kostar 25.000 kr.

Sumar: 30. maí – 29. ágúst 2025
Umsóknarfrestur hefst: 14. febrúar 2025
Umsóknartímabili lýkur: 3. mars 2025
Úthlutun fer fram: 5. mars 2025
Greiðslufrestur er til og með: 12. mars 2025
Opnað fyrir bókanir virkra félaga: 14. mars 2025

Á sama tíma verður opnað fyrir umsóknir fyrir eftirfarandi umsóknir

Lífeyrisþegar: 16. maí – 23. maí 2025 og 23. - 30. maí
Umsóknarfrestur hefst: 14. febrúar 2025
Umsóknartímabili lýkur: 3. mars 2025
Úthlutun fer fram: 5. mars 2025
Punktafrádráttur: 20 punktar

Orlof að eigin vali 2025 fyrir virka félaga: 1. maí - 30. september
Umsóknarfrestur hefst: 14. febrúar 2025
Umsóknartímabili lýkur: 3. mars 2025
Úthlutun fer fram: 5. mars 2025
Skilafrestur reikninga / greiðslukvittana: 30. nóvember



Hvernig á að sækja um orlofshús?
Á heimasíðu Starfsmannafélags Kópavogs er smellt á Mínar síður efst í hægra horninu og þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Sækja skal um með því að fylgja eftirfarandi: Valmynd – Umsóknir – Sumar 2025. Þá birtist úthlutunarvika og þær eignir sem eru í boði. Munið að smella „Staðfesta“ í lok umsóknar.

Staðfesting á innsendri umsókn berst í tölvupósti til þess netfangs sem skráð er á orlofsvefnum. Það félagsfólk sem ekki er með rafræn skilríki getur haft samband við skrifstofu SfK í síma 554 5124 sem aðstoðar við umsóknina. Ekki skiptir máli hvenær á skráðu umsóknartímabili sótt er um.

Að úthlutun lokinni fær félagsfólk niðurstöður sendar í tölvupósti á skráð netfang á orlofsvef. Þegar tilkynning um úthlutun berst skal ganga frá greiðslu innan tilsetts tíma rafrænt á orlofsvefnum með greiðslukerfi Teya/Borgun. Þegar úthlutun er lokið og greiðslufrestur er liðinn verður þeim boðið að fá húsið sem næstir eru í úthlutunarröðinni.

Á fyrirfram auglýstum tíma eru orlofskostir sem eftir standa opnaðir fyrir beina bókun undir reglunni „fyrstur kemur, fyrstur fær“ án úthlutunarferlis. Gilda þar sömu reglur um punkta og verð. Ekki er tekið á móti umsóknum í tölvupósti.

Reglur og skilmála SfK er hægt að kynna sér á orlofsvefnum og áður en greiðsla orlofskosta fer fram. Starfsfólk skrifstofu SfK er ávallt reiðubúið að veita aðstoð við orlofsvefinn í síma 554 5124