Sumarúthlutun 2024
Ágætu félagar.
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir á orlofskostum fyrir sumarið 2024.
Hér fyrir neðan er að finna allar upplýsingar um úthlutun og aðrar mikilvægar dagsetningar.
Umsóknartímabil sumarúthlutunar hófst í dag 8. mars kl. 12:00.
Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um.
Hægt að sækja um fyrsta og annan valkost. Orlofskerfið raðar umsóknum eingöngu eftir punktastöðu félagsfólks.
Sótt er um orlofshús og orlof að eigin vali rafrænt hér á orlofsvef félagsins
Útleigutímabilið sumarið 2024 er frá 31. maí til 23. ágúst og aðeins vikuleiga í boði frá föstudegi til föstudags.
- Leiguverð Eiðavatni er 21.000 krónur.
- Leiguverð annarra orlofshúsa er 25.000 krónur.
Leiguverð má sjá með því að setja bendilinn yfir það tímabil sem er í skoðun undir ,,laus tímabil".
Orlof að eigi vali er hægt að nota sem niðurgreiðslu fyrir ferðakostnað og húsaleigu hvar sem er í heiminum. Kynntu þér notkunarmöguleika og reglurnar inni á orlofsvef SfK
Úthlutun fer fram 26. mars 2024 og eru niðurstöður sendar í tölvupósti á skráð netfang á orlofsvef. Umsækjendur þurfa að gæta að því að rétt netfang sé skráð inni á ,,Mínar síður" - ,,Mínar upplýsingar"
Greiðslufrestur til að staðfesta fengna úthlutun orlofshúss er til og með 1. apríl. Greiðsla fer fram undir ,,Mínar umsóknir"
Dagsetningar umsóknartímabila koma fram í töflunni hér fyrir ofan.
Ef þörf er á aðstoð við umsókn eða greiðslu skal hafa samband við þjonustuver SfK í síma 554 5124
SÆKJA ÞARF UM Í SÍÐASTA LAGI 25. MARS 2024 Á ORLOFSVEFNUM
Opnað fyrir bókanir virkra félaga undir reglunni ,,fyrstur kemur, fyrstur fær" 2. apríl.
Athugið að ekki er tekið á móti umsóknum í tölvupósti.
