Fara í efni
09.07.2021 Fréttir

Sumarlokun og fréttir

Deildu

Skrifstofa SfK verður lokuð í þrjár vikur í sumar vegna sumarfría starfsmanna. Við lokum miðvikudaginn 14. júlí og opnum aftur fimmtudaginn 5. ágúst.

Við minnum á að hægt er að kaupa bæði veiðikort og útilegukort rafrænt á heimasíðu félagsins. Kortin ásamt bæklingi eru send með póstinum til þess heimilisfangs sem skráð er hjá félagsmanni. Þær upplýsingar er hægt að skoða undir „síðan mín“ á heimasíðu félagsins. Gott að huga að því að panta kortin tímanlega. Hægt er að hafa beint samband við skrifstofu Veiðikorta í síma 517-4515 og Útilegukorta í síma 552-4040, en þau bjóða einnig upp á að sækja kortin beint til sín.

Frekari upplýsingar um kortin er að finna á heimasíðu félagsins:
Veiðikortið hér
Útilegukortið hér.


Mikilvægt er að skrá sig inn á orlofsvefinn með rafrænum skilríkum eða með íslykli.