Fræðslusetrið Starfsmennt var stofnað árið 2001 og fagnar því 20 ára afmæli á árinu. Að því tilefni verður boðið upp á nokkra veffyrirlestra sem eru opnir öllum. Efni fyrirlestrana varðar stafræna hæfni frá ýmsum sjónarhornum.
Gríptu tækifærið og skráðu þig strax í dag! Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk á fyrirlestrana þegar nær dregur.
Ekki örvænta þótt þú hafir misst af einhverjum fyrirlestrinum, því í byrjun desember verður hægt að skrá sig og nálgast þannig upptökur af þeim öllum. Ef þú getur ekki beðið, hafðu þá samband við okkur á smennt(hjá)smennt.is
