Fara í efni
06.11.2024 Fréttir

Starfsmennt

Deildu
Spennandi námskeið í boði

Leiðtoginn í lífi þínu

Ert þú leiðtoginn í þínu lífi? Situr þú í sæti ökumannsins eða farþegans þegar kemur að þínum eigin starfsferli?

Það getur verið gott að staldra við reglulega, íhuga hvort við séum á réttri braut og þora að gera breytingar. Tilviljunarkenndar ákvarðanir geta vissulega leitt okkur á áhugaverðar slóðir en það er mikilvægt að vera meðvituð um hvort við erum að velja leiðina eða bara að láta lífið velja hana fyrir okkur.

Ef þú ert að upplifa að þú hafir hoppað upp í lestina án þess að gera þér grein fyrir því hvert hún er að fara en vilt íhuga ferðalagið og áfangastaðinn betur - komdu þá í spjall.

Ingibjörg Hanna, náms- og starfsráðgjafi, tekur vel á móti þér hvort sem er á skrifstofu Starfsmenntar Skipholti 50b, í síma eða á Teams. Ráðgjöfin er félagsfólki aðildarfélaga BSRBað kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar hér

Inngildandi vinnustaðamenning - fatlað fólk á vinnumarkaði. 6. nóvember 2024, kl. 14-15 Vefnám

Viltu auka færni þína til þess að vinna á fjölbreyttum vinnustað og stuðla að inngildandi vinnustaðamenningu?

Í þessu erindi fer Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá VMST, yfir lykilþætti þess að taka vel á móti fötluðu starfsfólki og fólki með skerta starfsgetu. Skoðað verður hvað felst í viðeigandi aðlögun samkvæmt lögum og hvernig hún nýtist ekki aðeins fötluðum einstaklingum heldur öllu starfsfólki og vinnustaðnum í heild. Styðjum við fjölbreytni á vinnumarkaði þar sem öll fá tækifæri til að blómstra. Nánari upplýsingar hér

Við hetjum allt félagsfólk að skoða úrval námskeiða inn á Starfsmenn.is