Fara í efni
09.10.2025 Fréttir

Smyrslagerð - Námskeið

Deildu

🌿🌱🍀 Lærðu að búa til þín eigin náttúrulegu smyrsl úr lækningajurtum.

Tilvalið í jólagjafir! 🌿🌱🍀
 

Starfsmannafélag Kópavogs býður virku félagsfólki upp á þetta hagnýta námskeið hjá Elsu Ósk Alfreðsdóttur, þjóðfræðingi, eiganda Venus og verkefnastjóra SfK. Á námskeiðinu verður farið yfir nokkrar helstu lækningajurtir landsins, virkni þeirra og meðhöndlun. Þátttakendur fá kennslu í gerð smyrsla, ýmsar uppskriftir og sitt eigið smyrsl með sér heim.

Takmarkað pláss er á námskeiðið, fyrstur kemur fyrstur fær.

Hvar: Bæjarlind 14, 2. hæð til hægri
Hvenær: 28. október 2025 frá kl. 18-20
Efniskostnaður: 2,000 kr. - SfK niðurgreiðir annan kostnað.

Skráning fer fram í tölvupósti: sfk@stkop.is

Smelltu hér til að skrá þig

Venus Heilsu- og jurtasetur á Facebook