Kæru félagsmenn í Starfsmannafélagi Kópavogs.
Rita Arnfjörð hefur látið af störfum sem formaður Starfsmannafélags Kópavogs og mun Marta Ólöf Jónsdóttir, varaformaður félagsins, gegna embætti formanns fram að næsta aðalfundi félagsins.
Jafnframt hefur Rita látið af störfum á skrifstofu félagsins og mun sú staða verða auglýst á næstunni.
Stjórn Starfsmannafélags Kópavogs þakkar Ritu fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.