Fara í efni
28.11.2025 Fréttir

Persónuuppbót sbr. kjarasamning

Deildu

Samkvæmt kjarasamning á starfsmaður í 100% starfshlutfalli að fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert. Greitt er hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag. Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Persónuuppbót skal gerð upp við starfslok starfsmanns.

1. desember 2025 er persónuuppbót 140.000 kr. eingreiðsla, miðað við 100% starf síðustu 12 mánuði.

SfK hvetur félagsfólk til þess að fylgjast með því að greiðslan berist örugglega.