Fara í efni
10.03.2025 Fréttir

Páskaeggjanámskeið

Deildu

Við bjóðum upp á hið vinsæla páskaeggjanámskeið með Halldóri konditor og bakara.

Lærðu að tempra súkkulaði og búa til þitt eigið páskaegg!

Innifalið í námskeiðinu eru öll hráefni sem þarf til að gera ljúffengt páskaegg en gott er að koma með nammi að eigin vali til að setja inn í eggið, einhvern glaðning (t.d. hring eða gjöf) og/eða eigin málshátt.

Tvö námskeið eru í boði fyrir 20 manns í hvort, eða alls 40 virka félaga í Starfsmannafélagi Kópavogs.

Námskeiðin eru þann 8. apríl 2025 í Gala veislusal, Smiðjuvegi 1 í Kópavogi

Fyrri hópur byrjar: kl. 17:00

Seinni hópur byrjar: kl. 19:30

Efnisgjald fyrir hvern félaga er 2.000 kr en SfK niðurgreiðir annan kostnað.

Fyrstur kemur, fyrstur fær!

Skráning fer fram í gegn um netfang SfK sem er sfk@stkop.is
Vinsamlega takið fram fullt nafn, kennitölu og símanúmer.
Hægt er að taka fram hvort óskað er eftir fyrra eða seinna námskeiðinu - ef ekkert er tekið fram er skráð á annað hvort.

Skráning hefst um leið og auglýsing og fréttatilkynning fer í loftið.