Fara í efni
31.03.2021 Fréttir

Orlofsvefurinn opnar 12. apríl nk.

Deildu

Bókunarvefurinn opnast 12. apríl 2021 fyrir félagsmenn í svokallað „fyrstur kemur fyrstur fær“ tímabil, til að bóka laus hús sem eftir eru á sumartímabili. Einungis er í boði vikuleiga í senn.

Athugið: Félagsmenn bóka sjálfir á bókunarvefnum. Það er gert rafrænt á heimasíðu SfK í gegnum orlofsvefinn. Ef félagsmenn hafa ekki tök á að sækja um rafrænt er hægt að senda skrifstofu félagsins tölvupóst á sfk@stkop.is merkt „Sumarúthlutun 2021“ Í póstinum þarf að koma fram nafn, kennitala, símanúmer og hvaða orlofskosti sótt er um sem fyrsta og annan valkost.

Það ítrekast að ekki er heimilt að nýta húsin í sóttkví eða einangrun.

Félagsmenn ávinna sér 12 orlofspunkta á ári, þ.e. 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð. Punktastaða er uppfærð árlega áður en páskaúthlutun fer fram. Orlofspunktar stýra því hverjir eru í forgangi á úthlutunartímum (flestir punktar = mestir möguleikar). Hægt er að skoða punktastöðu á orlofsvefnum.
Orlofshús sem tekin er eftir reglunni "fyrstur kemur fyrstur fær" á sumarorlofstímabilinu kosta sömu punkta og um úthlutanir á hverju tímabili fyrir sig. Allir virkir félagsmenn geta sótt um á úthlutunartímum þó þeir eigi fáa eða enga punkta. Punktastaða hjá viðkomandi verður þá neikvæð. Telji félagsmaður að punktastaða sé ekki rétt er viðkomandi bent á að hafa samband við félagið.
Kaup á Útilegu- og Veiðikorti skerða ekki punktastöðu.