Fara í efni
17.04.2024 Fréttir

„Orlof að eigin vali“ 2024

Deildu

Ágætu félagar!

Félagsfólk Starfsmannafélags Kópavogs (SfK) stendur til boða að sækja um rafrænt „Orlof að eigin vali“ í gegnum orlofsvef félagsins.

120 styrkir verða veittir með þessum hætti fyrir sumarið 2024. Hver upphæð er allt að 25.000 kr. og verður styrksloforð úthlutað með sama hætti og um vikudvöl í sumarhúsi væri að ræða og er frádráttur 20 punktar. Við úthlutun verður tekið tillit til punktastöðu félagsmanns.

Styrkir eru veittir þeim sem ekki hafa fengið sumarhús á sumarorlofstímabilinu í ár. Styrksloforð/greiðsla fer fram eftir að orlofskostur hefur verið nýttur gegn framvísun löggilds reiknings með nafni og kennitölu umsóknaraðila.

Hægt að sækja um rafrænt inná Orlofsvef SfK. https://orlof.is/stkop/index.php

Umsóknartímabil hefst: 18. apríl.

Umsóknartímabili lýkur: 2. maí.

Úthlutun fer fram: 7. maí.

Tímabil notkunannar er 1. maí – 31. október 2024. Skilafrestur reikninga er til 30. nóvember og skal hann sendast á netfang félagsins sfk@stkop.is

Sótt er um styrkinn á orlofssíðu SfK undir „Laus tímabil“ eða „Umsókn um úthlutun“. Þegar „Orlof að eigin vali“ er valið, merkist allt tímabilið. Farið með bendilinn yfir á júní mánuð. Að því loknu er umsóknin send inn eins og venjulega.

Greiðslukvittanir gilda fyrir gistingu eða leigu utan orlofskerfis SfK og annarra stéttarfélaga, innan lands sem og erlendis.

Það sem niðurgreitt er m.a.;

Vegna flugfargjalda, ferða með rútu eða ferju, hótel, gistihús, leigu orlofseigna, tjaldstæði, ferðavagna, skipulagðra hópferða, hestaferða og siglingar sem ekki hafa verið niðurgreidd af stéttarfélögum eða öðrum samtökum.

Það sem ekki er niðurgreitt er m.a.;

Vegna greiðslu orlofshúsa sem leigð eru á vegum SfK og annarra stéttarfélaga, flugávísana eða fluggjafabréfa, matarútgjöldum, eldsneyti og almennan ferðakostnað.

Athugið að ekki er hægt að skila ,,Orlofi að eigin vali‘‘ eftir úthlutun, sé styrkurinn ekki nýttur. Punktar verða því ekki bakfærðir þó að viðkomandi hafi ekki skilað inn reikningi