UMSÓKNIR ORLOFHÚSA TÍMABILIÐ JÓL OG ÁRAMÓT 2023:
Þann 14. september 2023kl. 00:00 verður opnað fyrir rafrænar umsóknir vegna orlofshúsa fyrir tímabilið jól og áramót 2023. Um vikudvöl er að ræða og punktafrádráttur 20 punktar. Hægt er að senda inn umsókn til og með 11. október 2023. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu frá 14. september til 11. október sótt er um. Hægt er að sækja um fyrsta og annan valkost.
Leigutímabil er eftirfarandi:
Jólavika: 21. - 28.12.2023
Áramótavika: 28.12.2023 - 5.1.2024
Umsóknarfrestur hefst: 14. september 2023.
Umsóknartímabili lýkur: 11. október 2023
Úthlutun fer fram: 12. október 2023
Greiðslufrestur er til 17. október 2023
Opnað fyrir bókanir virkra félaga: 20. október 2023
Félagsfólk sækir um rafrænt á orlofshúsavefnum. Úthlutun fer fram 12. október 2023. Að úthlutun lokinni fær félagsfólk póst um það hvort það hafi hlotið úthlutaðri viku á tímabilinu ásamt greiðsluupplýsingum. Greiðslufrestur er til og með 17. október 2023 og greitt er í gegnum orlofsvefinn. Opnað verður fyrir bókanir virks félagsfólks s.s fyrstur kemur fyrstur fær þann 20. október.
Ef félagsfólk hefur ekki tök á að sækja um rafrænt eða þarf aðstoð við bókunarkerfið er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 554-5124. Athugið að ekki er tekið á móti umsóknum í tölvupósti.