Fjöldi námskeiða er í boði fyrir trúnaðarmenn í vor. Um er að ræða staðnámskeið, vefnámskeið sem byggjast á upptökum og fjarnámskeið sem kennd eru í gegnum zoom.
Öll námskeið haldin í húsi BSRB, Grettisgötu 89 1. hæð eða á vefnum ef um vef- eða fjarnámskeið er að ræða.
Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða
- mars 11:00 – 15:45, Grettisgötu 89, 1. hæð
Megináhersla er lögð á hlutverk og starf trúnaðarmannsins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Hvaða þekkingu þarf trúnaðarmaður að hafa og hvar getur hann leitað sér upplýsinga um túlkanir á gildandi kjarasamningum og vinnurétti. Einnig er farið yfir meðhöndlun umkvartana samstarfsfólks og hvað ber að hafa í huga við úrvinnslu þeirra.
Skráningu lýkur 27. febrúar: https://felagsmalaskoli.is/course/bsrb-trunadarmadurinn-starf-hans-og-stada/
Nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðið.
Samningatækni – Að ná samkomulagi á vinnustað
- apríl 11:00 – 15:45, Grettisgötu 89, 1. hæð
Á námskeiðinu er farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar ná þarf samkomulagi á vinnustað. Skoðað er hverjir koma að borðinu í deilum og hverjir hafa umboð til að taka ákvarðanir. Einnig hvernig unnið er að niðurstöðu í málum.
Nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðin.
Skráningu lýkur 3. apríl: https://felagsmalaskoli.is/course/bsrb-samningataekni-ad-na-samkomulagi-a-vinnustad/
Vefnámskeið: Vinnustaðafundir, lengd: 30 mínútur
Opið nemendum 15. janúar til 15. febrúar. Um er að ræða rafrænt námskeið sem felst í fyrirlestri sem nemendur hlusta á og að því loknu svara spurningum tengdu efninu.
Á námskeiðinu er farið yfir boðun, undirbúning og skipulag vinnustaðafunda sem og tilgang þeirra og framkvæmd.
Einnig eru tekin dæmi um hugsanleg málefni sem algeng er að tekin séu fyrir á slíkum fundum.
Námskeiðið er trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu, en tekið skal fram að setja þarf sína kennitölu sem „greiðanda“ vegna skráningarformsins þó ekki verði innheimt gjald fyrir námskeiðið.
https://felagsmalaskoli.is/course/vinnustadafundir-9/
Vefnámskeið: Veikinda – og slysaréttur
Lengd: 30 mínútur
Opið nemendum 1. til 29. febrúar
Verð: 5500 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.
Um er að ræða rafrænt námskeið sem felst í fyrirlestri sem nemendur hlusta á og að því loknu svara spurningum tengdu efninu.
Á námskeiðinu er farið í veikinda-og slysarétt samkvæmt lögum. Farið er í greinarmun á annars vegar veikindarétti og hins vegar slysarétti. Skoðaður er réttur launafólks til ávinnslu og töku.
Lögð er áhersla á mikilvægi þess að tilkynna óhöpp og slys sem verða á beinni leið til og frá vinnu og við störf. Einnig er farið í hvenær eru ekki greidd laun í veikindum sem og ákvæði samninga varðandi framlagningu læknisvottorða.
https://felagsmalaskoli.is/course/veikinda-og-slysarettur-9/
Vefnámskeið: Uppsagnir og uppsagnarfrestur
Lengd: 30 mínútur
Opið nemendum 1. til 29. febrúar
Verð: 5500 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.
Um er að ræða rafrænt námskeið sem felst í fyrirlestri sem nemendur hlusta á og að því loknu svara spurningum tengdu efninu.
Námskeiðinu er ætlað að varpa ljósi á þær skyldur sem bæði starfsfólk og launagreiðendur hafa samkvæmt gildandi kjarasamningum þegar um uppsögn er að ræða. Farið er í reglur um uppsagnar og framkvæmd þeirra.
Einnig er farið í lengd uppsagnarfrests eftir mismunandi kjarasamningum. Skoðaðar eru uppsagnir í tengslum við orlof, veikindi og slys sem og þeirra sem njóta uppsagnaverndar.
https://felagsmalaskoli.is/course/uppsagnir-og-uppsagnarfrestur-4/
Fjarnámskeið: Samskipti á vinnustað
- febrúar. 9:00 – 12:00. Kennt á zoom
Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.
Farið er yfir hvað einkennir góð samskipti á vinnustað og hvernig megi stuðla að þeim. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, hvernig bregðast eigi við og hver er ábyrgð gerenda og launagreiðenda.
Skráning: https://felagsmalaskoli.is/course/samskipti-a-vinnustad-13/
Fjarnámskeið:Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn
- febrúar. 9:00 – 12:00. Kennt á zoom.
Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.
Fjallað er um þjóðfélag, samfélag og ýmis hugtök tengd því. Einnig er farið í uppbyggingu og hlutverk stéttarfélaga og hagsmunasamtaka launafólks og atvinnurekenda. Uppbygging vinnumarkaðarins, hverjir eru viðsemjendur, samningaviðræður og gildi kjarasamninga. Í lokin er farið yfir tölulegar upplýsingar tengdum vinnumarkaðnum, þróun launa, og framtíðarspár.
Skráningu lýkur 19. febrúar: https://felagsmalaskoli.is/course/thjodfelagid-og-vinnumarkadurinn-14/
Fjarnámskeið: Sjálfsefling
12: mars. Kennt á zoom.
Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.
Nemendur kynnast því hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti. Einnig hvernig skortur á sjálfstrausti getur hamlað okkur í daglegur lífi. Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvað getur haft áhrif á sjálfstraustið.
Skráningu lýkur 11. mars: https://felagsmalaskoli.is/course/thjodfelagid-og-vinnumarkadurinn-14/
Fjarnámskeið: Vinnueftirlit-vinnuvernd
- mars. 9:00 – 12:00. Kennt á zoom.
Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.
Megináhersla er lögð á hlutverk Vinnueftirlitsins og vinnuvernd á vinnustöðum. Hverjir eiga að sjá um eftirlit á vinnustöðum og hver sé ábyrgðaraðili að launamenn vinni í hollu og öruggu vinnuumhverfi. Einnig er farið yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hvernig kosning og val þessara aðila fer fram.
Skráningu lýkur 25. Mars: https://felagsmalaskoli.is/course/vinnueftirlit-vinnuvernd-17/
Ath. að tímasetningar og framboð námskeiða getur tekið breytingum.
