Við viljum vekja athygli félagsmanna á að nú hefur verið stofnaður nýr sjóður, Mannauðssjóðurinn Hekla, sem hefur það markmið að efla starfsfólk sveitarfélaga og tengdra stofnana með markvissri starfsþróun. Sjóðurinn varð til eftir sameiningu Mannauðssjóðs Samflots, Mannauðssjóðs Kjalar og Mannauðssjóðs KSG og byggir á kjarasamningum frá árinu 2024. Hekla tekur yfir alla starfsemi eldri mannauðssjóða.
Með aðsetur á Akureyri mun sjóðurinn reka Mannauðssetur sem hefur það hlutverk að veita stuðning, skipuleggja fræðslu og gera tillögur um leiðir til að auka við þekkingu en einnig að vera í virku samtali um hugmyndir og stefnumótun.
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framþróun með styrkjum til fræðsluverkefna og símenntunar. Sveitarfélög, stofnanir og stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðnum fá þannig tækifæri til að bæta við þekkingu og hæfni starfsfólks og styðja við framþróun í starfi.
Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu sjóðsins:
