ATH. UPPSELT
Langar þig að læra að hnýta falleg vegghengi með macrame-aðferðinni? Þá er þetta námskeið fyrir þig!
Stéttarfélag Kópavogs (SfK) býður virku félagsfólki upp á skemmtilegt og skapandi macrame-námskeið þar sem þátttakendur fá leiðsögn í listinni að hnýta og mismunandi aðferðum við slíkt handverk.
Námskeiðið verður haldið í húsakynnum fyrirtækisins Flóð & fjara, í eigu Heru Sigurðardóttur sem mun leiða námskeiðið.
Dagsetning: 5. maí 2025
Tími: Kl. 19:00–22:00
Efnisgjald: 2.000 kr. á mann – annar kostnaður er greiddur af SfK
Það er takmarkað pláss – fyrstur kemur, fyrstur fær!
Skráning fer fram í tölvupósti: sfk@stkop.is
Við hlökkum til að sjá ykkur og læra saman eitthvað nýtt í góðum félagsskap.

